Það var gaman að heyra í Matt Thornton eftir gráðunina en þá hrósaði hann Mjölni, þjálfurum og iðkendum félagsins fyrir færni og dugnað. Hann sagði alla þá sem fengu beltin sín afar vel að þeim komin og m.a. sagði hann að stelpurnar þrjár væru sérstaklega tæknilegar og góðar. Þá sagði hann standardinn hjá félaginu háan og faglegan metnað mikinn. Matt fór sérstaklega fögrum orðum um Gunnar og sagði að af öllum þeim fjölda BJJ iðkenda sem hann hefði þjálfað gegnum árin bæru Gunnar og Thomas La Cour hjá CSA í Danmörku af á Norðurlöndum.
Það er svo sannarlega ekki amarlegt fyrir jafn ungan klúbb og Mjölni að vera með tvö fjólubláa beltinga í BJJ (og hvað þá jafn há fjólublá belti og Arnar og Gunna), ekki síst undir Matt Thornton og SBG International sem er þekkt fyrir að gera gríðarlegar kröfur til beltishafa. Auk þess eru nokkrir fleiri hjá félaginu sem eru sennilega ekki langt frá því að fá fjólublátt.