Veltiviktar IBF heimsmeistarinn Kermit Cintron, sem jafnframt glími í menntaskóla og háskóla, hefur tekið áskorun sem Dana White forseti UFC lagði á borðið vegna grátstafanna í Floyd Mayweather Jr. Mayweather hafði sent MMA tóninn með allskyns stælum og Dana skoraði þá á hann að mæta UFC léttiviktar meistaranum Sean Sherk í MMA keppni. Mayweather fann sér afsökun til að þurfa ekki að standa við stóru orðin en nú hefur Cintron sagst vilja berjast.
“I want the fight,” sagði Cintron. “I can wrestle. I can box. I can beat those UFC fighters at their own game. Tell Mr. White to make me an offer and I’ll take on his guy after I fight Matthysse…” Þarna er Cintron að vísa til þess að hann berst 14. júli við áskorandann Walter Mattysse um IBF titilinn.
Þess má geta að Cintron rankaður 7 besti veltiviktar boxarinn í heiminum í dag af The Ring magazine, með recordið 27-1 (25 KOs). Hann keppti einnig í wrestling á sínum tíma og endaði m.a. í 10 sæti í National Junior College Wrestling Championships sem telst mjög gott.