Það passar… Kusarigama er vopnið, en ég smíðaði mér þetta 12 til 15 stykki í mismunandi stærðum… Allt frá ‘Ogama’ ('battlefield' dæminu) og niður í smásigðir eins og ég munda á myndinni…
Skutlaði nú einn strákinn (óséður og aftan frá) á fyrstu samkomunni í Ártúnsskóla á síðasta ári með svonalöguðu, en hann gerðist nokkuð hlessa og komst þó óskaddaður af hólmi… Þ.e.a.s. það þarf ekki mikla reynslu og/eða tækni til að leika sér með svona dót. Bara þolinmæði og rósemi að ég tel,en hið sama má segja um Bokken viðarsverð ásamt beittum vopnum (sparra nokkuð reglulega með svoleiðis og hef ekki tapað ‘hnappinum’ enn sem komið er…!-)
…En ef maður fylgir Bujinkan aðferðum og leggur áherslu á gefandi (haha… ‘Lifandi!!!’) æfingar án samkeppni, þá er vel mögulegt að stunda flest allt án þess að fólk þurfi að meiðast í sífellu. Vitanlega kemur reynsla mín - þó lítilsháttar - af ‘Systema’ hér inn… En það væri þá ástæðan hversvegna ég aðhyllist ‘kerfið’, frekar en sú að ég hafi lært einhver rússnesk fantabrögð sem eru ‘betri’ en allt annað… Hef ekki hitt á þá Ryabko, Vassiliev feðga ennþá og verð - því miður - að segja að það liggi ekki sterklega fyrir sem stendur…
…En myndin var tekin að lokinni hálssnöru tækni sem var þó veitt/gefin nokkuð frjálslega (svona ‘freestyle’ ahem…;-), þ.e.a.s. Uke steig ekki einhver ákveðin skref og/eða fylgdi ‘þaulæfðu’ formi… Kom bara með árás (sverðstunga eða högg… Man ekki alveg hvort) og ég lét hann hafa það…!-) Hvort ég hafi svo fellt hann með hliðarstökki og svo stokkið á hann með blaðið á lofti, það gæti hafa verið leikurinn ef ég man rétt…
Þetta er allt hægt ef hugarfarið er rétt…
Kv,
D/N