Ég held að ég geti fullyrt að þetta er ekki mótspil Mjölnis við Boot Camp. Sér í lagi þar sem það er í raun ekki Mjölnir sem að námskeiðinu stendur, heldur tveir þrautreyndir íþróttamenn sem leiga aðstöðu hjá Mjölni.
Áherslur á svona námskeiði er eflaust aðrar en á Boot Camp námskeiði þó að enda punkturinn kunni að vera sá sami, þ.e. betra líkamlegt form. Mér skilst að á þessu námskeiði notist þjálfararnir við þær aðferðir sem þeim sjálfum hafa reynst best til að komast í sem best form fyrir keppni.
Sjálfur er ég nefnilega mjög fljótur að fá grænar þegar ég sé svona “Boot camp kópíur”. Ég er þeirrar skoðunar að ástæða vinsælda “alvöru” Boot Camp sé að þar eru á ferðinni verulega færir þjálfarar, sem að mínu viti, á oft ekki við um kópíurnar.
Ég þekki bæði til Árna og Arnars í “Combat” og get fullyrt að báðir eru þeir klassa þjálfarar sem eru ekki að reyna að stæla eitt eða neitt. Bara menn sem vita hvað hefur virkað vel fyrir sig og vilja deila því með öðrum sem vilja/þurfa að komast í form.