Þetta er mynd af glímu Jóhannesar af Borg við japanska Jiu-Jitsu meistarann Otagawa í Madison Square Garden í New York, að mig minnir 1924.
Þetta var verulega umtöluð glíma á sínum tíma, ekki síst vegna þess að Otagawa gekk á bak orða sína þegar þeir áttu að stíga í hringinn, upphaflega samkomulagið var að þeir myndu glíma þrjár glímur, eina með íslenskum glímubeltum og eftir íslenskum reglum, eina “jakkaglímu” eftir Jiu-Jitsu reglum, og svo eina fjölbragðaglímu eftir Catch-as-catch-can reglum.
Þegar Jóhannes mætti í hringinn var honum tilkynnt að sendiráð Japana í bandaríkjunum hefði stranglega bannað Otagawa að glíma eftir neinum öðrum reglum heldur en japönskum. Honum var skapi næst að rjúka á dyr og gefa skít í þetta allt saman en allir áhorfendur voru komnir í hús og myndu verða verulega súrir ef þeir fengju ekki einhverskonar glímu, sem Jóhannes hélt fram að japanarnir hafi stólað á.
Þannig að hann skellti sér bara í jakkann og tók Otagawa á Ippon!
Ekki málið fyrir alvöru víking.