
Bonnar hafði frest til 26. september til að svara ákærunum en sá frestur hefur nú verið framlengdur til 4. október að beiðni Bonnar og lögfræðings hans. Verði Bonnar fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér allt að eins árs keppnisbann en reyndar er ólíklegt að Bonnar hefði keppt næstu mánuðina vegna fyrrnefndra meiðsla. Samkvæmt lögum íþróttabandalags Nevada, sem hefur lögsögu í málinu, er hámarks sekt vegna þessa 17,6 milljónir kr. ($250.000) eða upphæðin sem keppandinn fékk vegna bardagans og gildir sú upphæð sem hærri er. Bonnar fékk 1,1 milljón kr. fyrir bardagann ($16.000) og gæti því átt yfir höfði sér allt 17,6 milljónir kr. ($250.000) í sekt. Alls voru 4 af 18 keppendum á UFC 62 lyfjaprófaðir en Bonnar virðist einn hafa fallið á því prófi.