The International Fight League (IFL) sendi í dag frá sér tilkynningu þess efnis að Mark Kerr myndi mæta Mike Whitehead í hringnum í nóvember. Kerr er eins og flestir vita nokkur goðsögn í MMA en hann hefur ekki barist síðan 2004. Kerr varð ekki síst frægur vegna heimildamyndarinnar um hann, The Smashing Machine, en hann er margfaldur wrestling meistari og UFC og Pride meistari. Kerr hefur verið að æfa undanfarið með Rutten í Los Angleles og undirbúið það endurkomu sína í hringinn.
Andstæðingur hans er heldur enginn nýgræðingur en Whitehead er þrefaldur All-Amercia meistari í wrestling og er með recordið 14-5 í MMA, þar af 8-1 í síðustu 9 bardögum. Eina tapið undanfarið kom gegn Keith Jardine í UFC 57 í febrúar en síðan hefur Whitehead unnið 5 bardaga í röð.