Já, en það hefur samt afar lítið með bardagalistir að gera. Ekki það að þetta skipti miklu máli. Mér finnst samt einhvern veginn að þegar menn setji inn hér upphafsþræði, t.d. MYNDD, þá eigi það að hafa einhvern tilgang annan en bara að setja inn póst. Þá á ég við að menn segi eitthvað í upphafsþræðinum hvers vegna þeir setji þennan póst inn hér á Bardagalistir. Þ.e. starti umræðu. Það á einmitt að vera hlutverk stjórnenda á hverju spjallborði fyrir sig að sjá til þess að umræðan þar snúi að efni spjallborðsins.
Bætt við 22. september 2006 - 14:02
Og meðan ég man … þá skulum við ekki líkja alvöru bardagalistamanni eins og Bruce Lee við tölvufíkúru eins og Scorpion eða önnur ævitýraskrímsli.
Bruce Lee er sennilega mesti áhrifavaldur í bardagalistum á Vesturlöndum fyrr og síðar, á einn eða annan hátt. Hann bókstaflega kynnti austurlenska bardagalistir fyrir Vesturlöndum.