Hmmm….Ég las nú einhverja grein um Kimo þar sem kom fram að hann aldrei æft Taekwondo heldur hafi þeim stimpli bara verið klínt á hann fyrir fyrsta bardaganna til að gera hann meira spennó fyrir pöpulinn.
Ég hef aldrei séð hann gera neitt sem minnir á taekwondo í hringnum svo varla notar hann það sem mikinn grunn.
Ég æfði taekwondo í mörg ár og er núna að æfa MMA, Kickbox og Bjj og það eina sem ég get notað eru háu spörkin inn á milli. Handavinnuna er ég búinn að vera að læra frá grunni enda er maður bara kýldur í smettið ef maður reynir að bera sig eins og í Taekwondo á móti einhverjum sem kann að kýla. Eflaust hef ég grætt eitthvað á taekwondoinu eins og almenna hreyfigetu, fimleika og fjarlægðarskyn en ég get ekki sagt að ég sé að græða rosalega á því í all out bardaga þar sem allt er leyft.
Taekwondo er fín íþrótt ef menn átta sig á því hvað maður græðir á því og hvað ekki. Það má vel hafa gaman að því á réttum forsendum. Að mínu mati er það hinsvegar ekki sterkur grunnur fyrir MMA eða neinskonar frjálsan bardaga nema þá á móti einhverjum sem kann ekki neitt sjálfur. Þetta fann ég um leið og ég prófaði að taka frjálsan bardaga á móti gaurum sem höfðu bara æft MMA í nokkra mánuði á meðan maður sjálfur hafði bara æft Taekwondo í mörg ár.
Mér persónulega finnst ekkert rosalegur árangur af áralangri þjálfun að geta sparkað flott í fólk sem hefur aldrei æft neitt en eiga undir högg að sækja á móti öllum sem hafa æft box eða kickbox eða MMA að einhverju ráði. Þessvegna lít ég bara á taekwondo iðkun mína eins og hverja aðra íþróttaiðkun og skemmtun en ekki stóran hluta af minni bardagaþjálfun. Ég sé ekki á nokkurn hátt eftir tímanum sem ég æfði Taekwondo enda er þetta dúndur íþrótt sem ég æfði með frábæru fólki. Ég er hinvegar kominn yfir allar grillur um að ég hafi verið einhver vígavél á meðan ég æfði bara Taekwondo.
Mínar tvær krónur um þetta mál.