Besti K-1 maðurinn, eða jafnvel bara standup fighterinn yfir höfuð í dag pund fyrir pund að mínu mati. Reddið ykkur nýju K-1 Max keppninni ef þið hafið ekki séð hana, það var algjör geðveiki.
Þessi drengur virðist vera líklegri til að vera á leiðinni í vaxtaræktarkeppni heldur en kickbox…..með mest shredded fighterum sem ég hef nokkurntíman séð. Buakaw er hiklaust einn af topp 5 standup mönnum í heiminum í dag og mun verða legend ef að hann heldur áfram að vera svona sigursæll. Teep-spörkin hans gegn Masato og fleirum er líka gamana að sjá, fáir K-1 menn sem að nota teep í skrokk og höfuð eins mikið og vel og Buakaw.
Teep er eftir því sem mér hefur verið sagt tælenska orðið yfir pushkick, bara svona einfalt beint áfram spark með tábergi eða hæl - hann dældi svoleiðis spörkum í solar plexus og andlit á Masato t.d þegar hann vann hann í MAX GP úrslitunum 2004 ef ég man rétt.
Sjaldan sem maður sér menn sem eru nögu snöggir/liðugir til að smella þeim í andlitið á andstæðingunum í staðunn fyrir neðar á líkamanum…..og mér finnst ég aldrei sjá þessi pushkicks frá neinum K-1 mönnum nema tælendingunum og stundum Semmy Schilt.
Það fyndna er að nú sparkar hann varla neitt í bardögum, hann er búinn að æfa sig svo mikið með höndunum að hann er farinn að rota alla með höggum. Ætli hann vilji ekki sleppa við að þetta fari í decision svo spilltu Japanarnir stela ekki af honum sigrunum því þeir eru svo fúlir yfir því að hann er alltaf að rústa bestu K-1 mönnunum þeirra :)
OK þetta átti ekki að vera “sparkar varla neitt” heldur frekar SPARKAR MINNA. Auðvitað sparkar hann ennþá en er samt orðinn fáránlega góður með höndunum líka og farinn að nota þær meira, hér áður fyrr notaði hann næstum bara spörk og hné.
Þú ert sem sagt svona gufa sem sérð bara hvort gaurinn er massaður eða ekki, horfir ekki einu sinni á andlitið á þeim sérð bara einhverja brúnku glans vöðva kjaftæði og þú missir kjálkann niður í jörð?
Já hann er Tælenskur, kemur úr Por Pramuk gyminu þar og var einn af hæst ranked thaiboxurunum í Lumpini höllinni í Bangkok áður en hann þyngdi sig aðeins upp og fór að keppa í K-1 í staðin. Nú hefur hann algjörlega verið að brillera þar og er orðinn tvöfaldur K-1 Max meistari. Þessi gaur er animal.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..