Dekker er álíka mikið, ef ekki meira legend í Muay Thai eins og Tyson í boxinu. Hann var að mig minnir fyrsti evrópumaðurinn til að hampa titli í Lumpinee leikvangnum í Bangkok, og neyddist til að verða einn svaðalegasti rotari í sögu Muay Thai af þeirri einföldu ástæðu að heimadómar tælendinganna voru svo svakalegir að ef andstæðingar hans gátu staðið í lappirnar eftir bardagann tapaði Dekker……
Dekker kom líka með mikið af vestrænni box-handatækni inn í Muay Thai, en fyrir hans tíma var yfirleitt litið á hendurnar sem uppstillingartæki fyrir aðalvopnin, hnén, olnbogana og sköflungana. Dekker gat tekið menn úr umferð með öllum þessum vopnum, og höndunum líka!
Tyson þekkja náttúrulega allir þannig að ég ætla ekkert að vera að segja neitt um han..
Flott mynd by the way….