Eins og ég segi, bæði Pride og UFC taka lyfjapróf. Hvað Pride gerir við sínar niðurstöður veit ég ekki, en Nevada State Athletic Commision(og álíka batterí í Kaliforníu og New Jersey þegar það eru keppnir þar) taka þvagprufur af öllum þeim sem taka þátt í titilbardögum, headliner bardögum og svo 2-3 af restinni af cardinu af handahófi.
Sannleikurinn er bara sá að það er hlægilega auðvelt að komast framhjá svona lyfjaprófum. Ef að þú veist eitthvað hvað þú ert að gera geturðu tímasett lyfjagjöfina þannig að þegar prófið er tekið þá eru engir sterar í þvaginu(þú ert á milli “cycles”). Einnig er til fullt af efnum sem fela notkunina.
Þeir sem hafa fallið á lyfjaprófi í UFC eru Josh Barnett og Tim Sylvia fyrir notkun á Nandrolone, Kimo fyrir notkun á Nandrolone og Kannabisefnum, og Cabbage fyrir notkun á Kannabisefnum eingöngu. Allir voru dæmdir í keppnisbann til lengri eða skemmri tíma, og bæði Barnett og Sylvia sviftir titlum sínum.