****ÁFRAMHALDANDI SPOILER!!!***
Ég er sammála. Að skora þennan bardaga 30-27 er rugl. 29-28 hefði átt að vera lágmarkið, og meðan verið var að bíða eftir skorinu þá sagði ég við félaga minn að ég yrði ekkert hissa þó að þessi bardagi yrði skoraður sem jafntefli. Mér fannst þeir nefnilega vera þónokkuð jafnir.
1. Diaz sótti allann tímann standandi og hitti oftar, og skoraði eina knockdownið í bardaganum
2. Á móti kemur að Riggs, þó hann væri á hælunum og hörfaði mestallann tímann, gerði meiri skaða með sínum höggum. En kannski bólgnar Diaz bara auðveldlegar?
3. Riggs var meira ofaná í gólfinu, og skoraði öll takedownin í bardaganum. Einnig skoraði hann vel með olnbogum og höggum úr guard.
4. Á móti kemur að Diaz varðist mjög vel í gólfinu og átti allar alvöru submission attempts í bardaganum.
Mitt skor var annaðhvort draw eða split decision.
En þetta var alveg massa bardagi, gaman af honum.