Þetta er úr síðasta MMA bardaga Árna. Hann er núna með 3-1 record í MMA, 1 sigur á TKO, 2 á submission(1 rear naked choke og þessi massa Kimura) og eitt tap á rear naked choke gegn gaur sem var nýkominn úr 6 mánaða æfingarbúðum í Brazilíu. Allt í allt hefur Árni staðið síg geðveikt vel eftir að hann fór út og allir bardagarnir hans fengið góða dóma og verið valdir “fight of the night” af áhorfendum.
Árni keppir í old-school 8 manna útsláttarkeppni(3 bardagar á einu kvöldi) í Cagewarriors keppninni í Bretlandi í Mars. Ef að hann vinnur þá keepni er hann orðinn #1 contender fyrir Cagewarriors veltiviktartitilinn. Og jafnvel þó að hann vinni ekki, ef að hann stendur sig vel er hann kominn á kortið í Bretlandi.