Zen búddismi segir ekkert um að tortíma illsku, zen búddismi er ekki tvíhyggja einsog mörg önnur trúarbrögð sem leggja reglurnar hvað er gott og hvað er vont. Zen er aðallega iðkun frekar en boð og bönn.
Shaolin munkar eru heldur ekki zen búddistar, þótt Bodaidaruma, upphafsmaður zen búddismans hafi sest að hjá þeim í nokkur ár á meðan hann hugleiddi. Þá voru shaolin munkarnir búnir að vera lengi til og gera sína hluti í langann tíma. Bodaidaruma, sem var uppi í kringum 470-540 eftir krist, var ekki á því að kínverjar væru tilbúnir að meðtaka kenningar sínar. Zen hefur síðan náttúrulega vaxið í kína síðan þá en skotið best rótum í Japan.