Bruce Lee er sá sem “hannaði” orðið kung fu eða gong fu einsog það er réttara skrifað með rómverskum stöfum. Vesturlandabúar voru ekki alveg að höndla orðið “wushu” sem er þýðir einfaldlega bardagalistir/hernaðarlistir og á við allar kínverska bardagastíla. Reyndar myndu kínerjar eflaust kalla íslenska glímu “íslenskt wushu”.
Gong fu þýðir erfisvinna eða leggja sig mjög framm einsog þetta kemst næst okkar þýðingu.
Þótt Bruce Lee barðist við tíu vopnaða menn í bíómyndum sínum þýðir ekki að hann hafi verið drepinn af tíu vopnuðum mönnum í alvöru, þó tíu vopnaðir menn hefðu alveg getað ráðið við hann. Það eru til margar sögusagnir sem segja frá djöflum og bölvun á honum, kínversku mafíunni og svo framvegis og framvegis sem olli dauða hans einsog alltaf þegar einhver frægur deyr. Ég held að hógværasta og langlíklegasta sagan sé sú að hann hafi farið yfir um, lagt of mikið á sig og dó úr veikindum, hvort það var æxli eða eitthvað álíka innvortis.