Mig langar geðveikt að fara læra einhverja hard bardagaíþrótt eins og TaeKwonDo en ég er geðveikt stirður. Ég get t.d. ekki snert tærnar ef ég stend uppréttur. Ég er í ágætis líkamlegu formi, mætti samt vera miklu betra.
Hvað á ég eð gera til að liðka mig almennilega og FLJÓTT?
Skiptir það einhverju máli að vera soldið stirður þegar maður byrjar að æfa eða kemur það bara með kalda vatninu?
Hvar mynduð þið mæla með að ég byrjaði að æfa TaeKwonDo? Ég á heima í vesturbænum og nenni ekki að fara mjög langt og ég hef ekki geðveikt sjálfálit eins og mér finnst flestir hafa hérna. Tel mig ekki geta rass en vil geta rass.