Var nú bara að velta svona fyrir mér, er núna bara fátækur og hef ekkert efni á að borga æfingargjöld nein staðar, auk þess sem að það er enginn að kenna mikið í gólfglímu eingöngu.

Þá var ég að pæla í hvort það væru einhverjir sem vildu hittast einhvern tíman og taka gólfglímu í einhvern tíma. Var boðið að hitta nokkra gaura á sunnudaginn, en þeir hittast víst ekki það oft, þannig ég var að velta fyrir mér hvort það væru einhverjir Jiu jitsu eða Judo gaurar sem hefðu áhuga á að æfa gólfglímu eitthvað aukalega fyrir utan í tíma sem myndu íhuga það að hittast og æfa eitthvað.

Var þá einna helst með bara Judo Gym80 í huga, JiuJitsu'ið var þar einu sinni og Judo er þar núna, þannig ég geri ráð fyrir að þetta sé á færi flestra sem hafa áhuga á að komast þangað einhvern tíman utan æfingatíma.

Æfði brasilískt Jiu Jitsu í 3 mánuði án Gi, og er því vanur að vera bara á stuttbuxum/bol og byrja á hnjánum, en ef þið hafið áhuga þá skal ég vera í Gi og/eða byrja standandi (þó ég sé frekar óreyndur þar :P).

Með von um svör,

Kári.