Taekwondo-nefndin hefur sett 3 mánuði lágmark milli beltaprófa frá 10. - 5. geup (hvítt með gulri til blátt með rauðri). Eftir það er 6 mánaða lágmark milli belta. Yfirkennari hvers félags getur leyft nemanda að taka beltapróf innan þessarra tímamarka en getur hann þá átt von á að þurfa að standa fyrir sínu máli, þ.e. rökstyðja af hverju viðkomandi tekur próf á undan áætlun.
S.s. 3 mánuðir upp í rauða rönd en 6 mánuðir eftir það. Samkvæmt minni reynslu tekur það nemanda 4-6 ár að ná 1. dan, allt eftir áhuga og einbeitingu. Þegar 1. dan er náð tekur við lágmarkstími ákvarðaður af Kukkiwon, höfuðstöðvum TKD. Á milli 1. og 2. dan er 2 ár, 2. og 3. þrjú ár og svo framvegis. Nemandi sem tekut svartbeltispróf áður en hann er orðinn 16 ára fær svokallað Poom-belti, rautt og svart til helminga. Poom-hafi er jafnhár dan-gráðu utan þress sem aldursreglan í TKD spilar inn í. Aldursreglan er þannig að ef einhver er fimm árum eldri en annar nemandi með sama belti er hann sjálfkrafa hærri, t.d. í röð á æfingu. Þannig að 30 ára grænt belti er hærri en 20 ára grænt belti. Ef grænu beltin eru hins vegar bæði t.d. 25 ára gildir það hver tók beltið á undan. Ef báðir eru á svipuðum aldri (5 ár) og tóku prófið á sama tíma eru þeir að sönnu jafningjar og kallast þá Dong Gap.
Vonandi hafði einhver gaman af.
Friður sé með yður
SeunSang