Laugardaginn 17 ágúst fer fram hið sterka alþjóðlega TAEKWONDO mót “Wonderful Copenhageg Taekwondo Tournament 2002” í Danmörku.

Á mótinu keppa allir sterkustu taekwondo keppendur norðurlandanna auk keppenda frá mörgum öðrum þjóðum víðsvegar að úr heiminum. Þetta er eitt af sterkustu alþjóðlegu mótunum sem haldin eru í Evrópu og mjög virt innan taekwondo heimsins.

Fyrir Íslands hönd keppa.
1. Björn Þorleifsson (æfir hjá Björk Taekwondo), núverandi Norðurlandameistari og margfaldur alþj.meistari. Gullverðlaunahafi frá Wonderful Copenhagen 2001.
2. Gauti Már Guðnason(Björk Taekwondo).
3. Ilia Karvskiy (Ármann Taekwondo).
4. Auður Anna Jónsd (Ármann Taekwondo).
5. Ásdís Kristinsdóttir (Ármann Taekwondo).
6. Ragnhildur Bjarnadóttir(Ármann Taekwondo).

Þjálfari hópsins er: Jón Ragnar Gunnarsson yfirþjálfari Björk TKD og aðst.yfirþj. Ármann TTKD.
Aðstoðarmenn: Gísli Rúnarsson úr Ármann TKD, Eduardo Rodriquez úr Ármann TKD og Ólafur Jónsson úr Björk TKD.