Sælt veri fólkið.

Ég þarf að skipta um bardagaíþrótt, til skamms tíma a.m.k. Ég æfði júdó í mörg ár þrátt fyrir að vera bakveikur en nú get ég ekki stundað fangbrögð lengur nema ég vilji hætta á að verða endanlega krypplingur.

Ég hef prófað karate og þar komst ég að því að ég vil berjast í töluverðri snertingu. Það sem mér finnst koma til greina er box (mig grunar reyndar að það sé frekar frumstæð íþrótt), taekvondo eða venjulegt kickbox (veit lítið um þá íþrótt).

Hvað mynduð þið gera í mínum sporum?

Kveðja,
Cornholio.