Svona ef við lítum framhjá þeirri staðreynd að Jeet Kune Do er ekki eiginleg eða sérstök bardagalist, heldur frekar aðferð eða nálgun byygð á Wing Chun og er þessvegna frekar erfitt að kenna sem slíka þá held ég að svarið við þessu sé nei.
Sá eini sem mér vitanlega hefur gefið sig út fyrir að kenna Jeet Kune Do er Jimmy í Pumping Iron. Hann kenndi eitthvað sem hann kallaði Jeet Kune Do á tímabili í Gym80 en mér sklist að það hafi verið meira til að löggan færi ekki að amast við því að hann kallaði það kickbox (því að þá var allt box jú bannað :)
Ég held að núna sé enginn hér sem þykist kenna þetta, en þú kemst líklega næst hugmyndinni á bak við Jeet Kune Do með því að fara í Kung Fu tíma hjá Jimmy.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..