Langaði að vita hvort að þið hafið einhverja reynslu af því að æfa bardagaíþróttir í útlöndum, eiginlega er mér þannig séð sama hvort það sé ný íþrótt eða til að halda áfram æfingum á íþrótt sem byrjað var að stunda á klakanum :) En hef sérstakan áhuga á þeim sem fóru utan til að æfa íþrótt sem þeir hefðu ekki prufað áður.
Hvernig var að vera BARA að æfa? Var íþróttin jafn skemmtileg og þið bjuggust við? Voru einhver óvænt vandamál sem komu upp á sem þið hefðuð átt að sjá fyrir?
Ég er nefninlega að fara út í sumar í eina 3 mánuði og þætti gaman að heyra sögur hjá ykkur sem hafið farið út að æfa :)