Ég sendi áður inn kork um hvað þið mynduð segja ef TKD og Tæboxari mundu berjast. Ég ætla hér að segja ykkur sem voruð að tala um pride og UFC keppnir og reynslu mína af einni slíkri.
Ég bjó úti í Argentínu og æfði þar Kick box(full contact) Það er þannig að ekki má nota hné né olnboga. Ég var búin að vera að æfa í 6 mánuði þegar ég var sendur á mót. Ég var þá 80kg og átti ´þar að leiðandi að keppa í þeim flokki, en það fannst enginn til að keppa við mig(mér var sagt það). Mér leist ekkert á blikuna, því þjálfari minn hafði sett mig upp í hevy weight flokk. Og ekki bara að ég átti að képpa við mann sem var 30 kg þyngri en ég heldur var hann kennari og hafði keppt á stóru móti á Spáni(UFC), hann var Argentinumeistari og Suður-Ameriku meistari. Hvað var ég að keppa við hann??????? Jú þannig var það að sá sem átti að keppa við hann fyrst gugnaði. Ég var ekki látin vita hver þessi maður var fyrr en ég sá hann þegar ég steig inní hringinn. Ég hafði verið fenginn til þess að bjarga mótinu(en ég vissi það ekki). Því fólk kom langt að til þess að sjá þennan mann berjast. Bardaginn var ekki góður hann stóð í nærri 2 lotur. Þá sló hann mig niður og þjálfarin minn sendi mér merki um að hætta. Þetta var alveg svakalegur kall. Ég náði nokkrum höggum á hann, en hann sagði mér einmitt eftir bardagann að ég hefði komið honum á óvart(ég held að hann hafi bara verið að segja þetta því hann vorkenndi mér). Eftir bardagann var ég kosinn nýliði ársins í minni borg og frá mínu fylki. Pælið í því að vera sendur eftir 6 mánaða þjálfun á svona sterkt mót. Þetta er glæpur. Og annað ég held að tæ boxari mundi vinna á móti TKD ekki spurning.
Sendið mér endilega aðrar raunsögur, eða comment um söguna. En þessi saga er sönn.