Ég var að sjá þetta koma á www.taeknwondo.is. En þar stendur að Bjössi hafi tapað 4-2 en ekki 5-2.
——–
Ítalinn hafði betur
Í undankeppni á evrópumótinu í Taekwondo sem fram fer í Tyrklandi þessa daga, keppti Björn Þorleifsson norðurlandameistar á móti Claudio Noland Ólympíukeppanda. Þurfti Björn að láta í minnipokann fyrir Claudio sem er gífurlega sterkur keppnismaður, með fjórum stigum gegn tveimur. Í fyrstu lotu, fékk Claudio þrjú stig, og Björn ekkert. Að sögn Jóns Ragnars þjálfara og aðstoðarmann, var Björn óvenju stressaður í fyrstu lotu og var að gera klaufamistök. Lota númer tvö, var svo stigalaus. Í síðustu lotu fór svo Björn loksins í gang, og skoraði tvö stig á móti einu. En þá má segja að það hafi verið of seint að snúa vörn í sókn og sigra, þar sem Claudio var þegar kominn með gott forskot.
Bardagi Björns og Claudio var númer fjögur á þriðja degi mótsins.
Claudio sem er 27 ára og lögregglumaður að atvinnu, er nú þegar kominn í úrslit. Í bardaga 18 vann Claudio, Giorgos Nikellis frá Kýpur 5-2. Í bardaga 34, vann Claudio svo Rosendo Alonso frá Spáni á tækni, en bardaginn fór 3-3.
Claudio mun svo keppa í fjagraliða úrslitum á morgun á móti Ertan Bastug frá Tyrklandi.
Upplýsingar:
Bardagi 4.
Björn – Claudio
1. 0-3
2. 0-0
3. 2-1
úrslit: 2-4
Á heimasíðu mótsin má sjá tölurnar 5-2, en það er stafsetningarvilla. Bardaginn fór 4-2.
http://www.eurotkd2002.com/day3.asp Texti: Erlingur Jónsson