Til hamingju félagi murth.
Þú ert höfundur heimskulegasta pistils sem ég hef lesið á þessum vef hingað til.
Ég býst við að þú sért að meina allar austurlenskar bardagaíþróttir þegar þú segir kung-fu. Mér sýnist að vitneskja þín bjóði ekki upp á meiri aðgreiningu en það. Þannig að þið hér sem æfið kung-fu getið nú hætt að gráta ein, við öll sem æfum austurlenskar bardagaíþrótttir getum tekið undir því hann murth er búinn að finna út að þetta sé nú bara rugl í okkur.
Ástæðan murht minn góður, fyrir að þú hefur aldrei séð “kung-fu” gaura slást í alvörunni er líklega sú að þeir sem ná einhverri alvöru færni í þessum listum lenda afar sjaldan í slagsmálum vegna þess að þeir eru þroskaðri en svo að þeir þurfi að sanna karlmennsku sína með því að berja fólk með hringspörkum úti á götum. Slagsmálahundar endast sjaldan í alvöru bardagalista félögum.
Og bara svona til að útskýra þetta fyrir þér þá brjóta menn múrsteina á höfðinu og með hnefunum og fótunum til að sannreyna tæknina sína. Ef þú getur brotið múrstein þá ertu að gera eitthvað rétt með þinni tækni. Flóknara er það nú ekki. Sumum finnst þetta kannski heimskulegt en það er alltaf einhverjum sem finnst öll afrek annarra asnaleg, hvort sem það er að klifra uppá há fjöll, hoppa ofan úr flugvélum eða glíma við eiturslöngur og krókódíla á animal planet. En okkur sem finnst gaman að mölva hluti á líkamanum á okkur látum svona lagað sem vind um eyru þjóta og höldum ótrauð áfram að mölva allskyns rusl með höndum fótum og hausum og höfum gaman af.
Góðar stundi