Það er náttúrulega ómögulegt að segja hvor myndi vinna, það eru til ótrúlega margar breytir í þessu.
Hins vegar ef við setjum þetta upp svona, einn maður æfir Thai Box í 3 ár og keppir og æfir undir reglum þess og hefur ekkert annað æft, og það sama gerir annar maður, nema hann æfir Tae Kwon Do í 3 ár og keppir einungis undir reglum Tae Kwon Do og þekkir ekkert annað.
Ef þessir tveir menn væru settir inn í hringinn í 8 lotu bardaga, þar sem “Clinch” er notað (það er bannað að halda andstæðing í TKD), hné/olnbogar leyfðir sem og kýlingar í hausinn og spörk í fætur andstæðingsins, þá myndi ég segja að sá sem æfir Thai Box myndi vinna, ekki sérstaklega af því að maðurinn sem æfir Thai Box er eitthvað gífurlega betri eða með mikið betri tækni, heldur vegna þess að það eru miklar líkur á því að hann lendi í aðstöðu sem hann hefur aldrei þurft að díla við áður.
Hins vegar ef þú tækir góðan Tae Kwon Do mann og hann myndi æfa sig undir þessum reglum og venjast öllu hinu nýju aðstæðum sem geta skapast í svona keppni sem hann er ekki vanur úr Tae Kwon Do keppni þá tel ég líkurnar nokkuð jafnar.
Annars myndi ég gefa Tae Kwon Do manninum svona yfirburði ef honum tekst að halda andstæðingnum frá sér og nýta sér spörkin sín, en að sama skapi myndi ég segja að ef að Thai Boxernum tækist að ná nógu mörgum spörkum í fæturnar eða minnka bilið milli bardagamannanna til að geta notfært sér box hæfileika sína og clinchað við andstæðinginn og notað hnén á hann þá ætti hann að vinna líka. Það er bara ómögulegt að segja hvort það er sem vinnur.