Karin Schwartz (á mynd) var endurkjörin formaður danska taekwondosambandsins um síðustu helgi.
Úrslit atkvæðagreiðslunnar kom nokkuð á óvart, þar sem mikil óánægja hefur verið innan sambandsins undanfarið. Hin mikla óánægja hafði kvatt Sten Knuth, fyrrverandi landsliðsþjálfara, til að bjóða sig fram sem formann með það fyrir augum að leysa hin alvarlegu ágreining sem lengi hefur staðið á milli keppenda og sambandsins.
En núna lítur ekki út fyrir annað en að hinar ströngu reglur og ákvarðanir Karin Schwartz muni lifa áfram. Ef svo er, þá mun keppnisferli tveggja sterkustu keppnismanna Danmerkur, Muhammed Dahmani og Shirwan Hasan, að öllum líkindum vera lokið, en þeir voru dæmdir í eins árs keppnisbann fyrir að gagnrýna sambandið og Bjarne Johansen núverandi landsliðsþjálfara Danmerkur.
Frétt fengin frá TV2
Þýðing: Sigurveig Ástgeirsdótti
Stjórnandi á