Bruno Frazatto gerði sér lítið fyrir og varð Evrópumeistari í sínum þyngdarflokki á Opna Evrópumeistaramótinu. Þetta er svolítið gaman fyrir okkur hér heima því Frazatto atti kappi við Gunnar á ADCC 2011 í opnum flokki en þá glímu sigraði Gunnar nokkuð örugglega. Glíman varð nokkuð söguleg þar sem Frazatto rak upp sársaukaóp eftir fótalás hjá Gunnari sem varð til þess að Gunnar sleppti honum en þá hélt Frazatto bara áfram glímunni enda hafði dómarinn ekki stöðvað hana og sársaukaóp eru ekki sama og uppgjöf á ADCC þó svo sé á mörgum öðrum mótum. Það kom þó ekki að sök þar sem Gunnar sigraði að lokum og var sá sigur aldrei í hættu. Þess ber þó að geta að ADCC er auðvitað No-Gi keppni en Opna Evrópumeistaramótið var í Gi.
Hér má sjá úrslitaglímuna á Evrópumótinu sem Frazatto vinnur á hengingartaki:
[YouTube]http://www.youtube.com/watch?v=Lnjb3j-r6uU