Sæll
Gunnar ákvað á síðasta ári að taka þetta ár frí frá keppni og einbeita sér að þjálfun og æfingum. Hann var þó alltaf ákveðinn í að taka þátt í ADCC byðist honum það og þá í ADCC trials fengi hann ekki sjálfkrafa boð. Það kom og því mun hann keppa á því í lok september en mótið fer að þessu sinni fram á slóðum Hróa hattar í Nottingham í Englandi.
Varðandi MMA þá stefnir Gunnar áfram á að keppa í MMA á næsta ári. Honum hafa verið boðnir samningar bæði á þessu ári og því síðasta í stórum keppnum, bæði í USA, Evrópu og Asíu en neitað þeim öllum og við höfum alltaf sagt það sama. Gunnar mun ekki hugsa um keppni í MMA fyrr en á næsta ári en þá er líka allt opið. Gunnar hefur satt best að segja tækifæri á að keppa í flestum stærstu keppnum heims í MMA (ég mun þó ekki nafngreina neinar hér) og mun sennilega gera það í náinni framtíð. Nákvæmlega hvenær er hins vegar mest undir honum sjálfum komið en honum liggur ekkert á. Þetta er ekki spurning um það hjá honum að “klára” eitthvað eða neitt slíkt. Hann er bara að gera hlutina eins og honum finnst þeir flæða best fyrir hann.