Sælir/ar,

Ætla hafa þetta stutt og laggott. Voru fleiri sem fengu flash back til UFC 93? Ég ætla ekki að þykjast vita meira en ég veit. Ekki veit ég hvað kom fyrir en Mauricio var ekki mættur í þennan bardaga sýndist mér. Hann var orðinn dauð þreyttur eftir fyrstu lotu.

Persónulega var ég á því að Shogun myndi sýna og sanna að Jones væri ekki tilbúin í þetta, ég hélt shogun væri einfaldlega of góður fyrir hann. Ég augljóslega gat ekki haf meira vitlaust fyrir mér. Ég hélt Shogun myndi mæta eins og hann mætti á móti Recardo Arona, myndi leyfa sér bara gera það sem honum langaði að gera.

Ég persónulega varð fyrir miklum vonbrigðum og er pínu pirraður eftir þennan bardaga, var búin að undir búa mig undir að sjá Shogun frá Pride. Maður virðist gera það með flesta þá sem voru í Pride, maður er alltaf að vonast eftir einhverju sem kemur svo ekki.

Cro Cop er gott dæmi, maður þarf ekki nema horfa á staredownið hjá honum og Wanderlei Silva og horfa svo á staredownin hans í dag. Hljómar kannski asnalega fyrir þá sem æfa þetta og vita kannski betur en ég. Það vantar alveg þennan óstöðvandi helvitis krótíska leynilögreglu manninn sem maður sá alltaf fyrir sér í Pride. Núna í augunum á mér er hann og hefur verið síðan hann kom í UFC, þetta burnout sem ætti að hætta þessu. Ekki miskilja mig, ég er Cro Cop aðdáandi en ég fæ sting í hjartað hvert skipti sem hann lyggur meðvitundalaus, þetta er sjón sem maður vill ekki sjá.

Að jákvæðari nótum, Jim Miller er maðurinn. Drengurinn fær ekkert respect. Standupið hans er allt að koma til, groundið hjá honum er notturlega bara snild, mig langar að sjá Dennis Siver vs. Jim Miller sá sem sigrar þann bardaga fær að keppa á móti sá sem vinnur Edgar vs. Maynard III.

Erik Koch átti að fá KO of the night bónusinn, hrikarlega skemmtilegur strákur, ég hef séð síðustu 4 bardaga með honum hann skilar alltaf sínu nema í Chad Mendes bardaganum þar sem hann var einfaldlega bara ekki nógu góður wrestler til að takast á við Mendes.

Faber kláraði sinn bardaga á móti Eddie Wineland. Ég reyndar bjóst ekki við að Wineland myndi byrja bardaga svona vel og eftir fyrstu lotuna benti þetta allt í hörkubardaga, en svo breyttist þetta svolitið í að Faber að GNP Wineland í 2 round. Ekki skemmtilegasti bardagi Faber enn hann á nú alveg inni fyrir einum sem er snild frá upphafi til enda. :)

Edson Barboza vs. Anthony Njokuani
Um þennan bardaga verð ég nú bara spyrja þá sem vita betur um. Mér fannst Anthony vinna þennan bardaga. Barboza augljóslega átti fyrsta roundið, þrátt fyrir Anthony hafi klórað í bakkann í enda rounds. Round 2 var all Anthony. Round 3 þá fannst mér Anthony vera pressa á Barboza allt roundið, var að hitta meiru og gera meira þangað til Barboza hittir þessu head kicki sem hann eltir ekki sem er furðulegt, hann hefði alveg getað klárað bardagan í stað þess að fara fagna. Mér fannst Anthony stjórna round 3 alveg þangað til þetta head kick kemur á síðustu sec.

Megið endilega útskýra fyrir mér hvernig þið sjáuð Barboza vinna þetta. Ef þetta hefði verið í Japan þá hefði ég verið sammála þessu en undir þessum reglum þá fatta ég það ekki alveg.

Dan Miller, tek að ofan fyrir honum, stóð sig framar mínum vonum á móti Nate. Átti tvö Guillotine Choke tilraunir sem litu nú bara mjög vel út. Fannst ef Nate ætlaði sér að sýna og sanna að hann væri top 5 í MW og eins hann hefur oft sagt að honum finnist hann vera sá besti í MW, þá hefði hann nú átt að klára Dan Miller.

Mér finnst Benavidez hafi átt að geta klárað Loveland, hef súsum ekkert meira um það að segja. :)

Verðið að afsaka staðsetningar villur og slíkt, maður orðin þó nokkuð þreyttur, reynið að horfa framm hjá slíku. Þurfti eiginlega að tjá mig um þetta þar sem ég var svo fúll með Mauricio, búin að vera aðdáandi lengi.

Þakka fyrir mig,

Kveðja Spazic.
extrn!