Úff, ég ætlaði eiginlega ekki að fara út í einhverjar miklar umræðum um þetta Steven Seagal mál. Ef menn vilja trúa að því að hann geti eitthvað af viti í bardagaíþróttum þá mega þeir það að sjálfsögðu. Því miður er þetta einn af slæmum fylgifiskur bardagalista að allskyns lið heldur því fram að það sé haldið einhverjum ofurhæfileikum sem þeir hafi lært en megi auðvitað aldrei beita. Hef áður rætt þetta annarsstaðar og ætla ekki að fara út í þá sálma hér en þeir sem hafa áhuga á það lesa það geta t.d. rennt yfir
grein mína hér á blogginu mínu. En það er oft með ólíkindum hversu blindir menn geta verið á þetta bull. Ekki myndi nokkrum manni detta í hug að Tom Hanks væri alvöru geimfari eða Matt Damon ofurheili í stærðfræði bara af því að þeir hafa leikið slíka. En af því að Steven Seagal leikur einhvern harðhaus sem tagl í bardagamyndum og er nógu mikill egóflippari til að halda því fram að aikido þjálfunin hans skyldi raunverulegri bardagafærni þá halda sumir (aðallega krakkar auðvitað) að þetta sé allt saman satt og rétt. Auðvitað þurfa menn ekki að vera fighterar sjálfir til að geta þjálfað menn. Það er alþekkt í íþróttum. En aldrei hef ég séð Alex Ferguson halda því fram að aukspyrnur Ronaldo séu eitthvað sem Ferguson hafi kennt honum eða Phil Jackson fullyrða að snilli Michael Jordan sé frá honum komin. Því segi ég það að þegar menn koma viðtali og halda því fram að þeir hafi kennt einum magnaðasta alvöru bardagaíþróttamanni heims eitthvað spark sem allir vita að er einfalt grunnspark í bardagaþjálfun þá ættu nú að kvikna aðvörunabjöllur í höfðinu á mönnum. Kannski ekki barna, en sannarlega fullorðinna og hálf fullorðina einstaklinga sem hafa komið nálægt svona þjálfun. Hvað þá þegar þeir fara að tala um að þeir “megi ekki” sjálfir berjast opinberlega. “Þeim hafi verið bannað það af meisturunum” Það er með öðrum orðum ekki í lagi að keppa sjálfur en þú mátt kenna öðrum sem eru að keppa þína “deadly” tækni og svo máttu auðvitað líka sína hana á hvíta tjaldinu :) :) :) Það var ekkert “secret” eða sérstakt við þetta spark hjá Silva. Það var einfalt framspark (mae geri). Það sem var meistaralegt við það var einmitt það sem Silva er snillingur í þ.e. tímasetning, eiginlega timing, energy og motion. Þetta höfum við séð svo oft áður hjá Silva. Hvar man ekki þegar hann rotaði Forrest Griffin með höggi á sama tíma og hann var að hörfa frá honum!
Silva er snillingur í MMA og Steven Seagal kemur því máli ekkert við. Ég efa ekki að t.d. hvaða blábelti sem er í Mjölni hefði getað pakkað honum saman hvenær sem er á hans “ferli”, enda Aikido gagnslítið eða gagnslaust sem raunhæft bardagaform. Eins og ég hef áður sagt þá veit ég ekki hvaða liggur að baki því bulli hjá Silva að vera að draga Seagal inn í þetta hjá sér. Annað hvort er það bara sökum þess hversu stórfurðulegur Silva er á köflum eða þetta er eitt allsherjar djók hjá þeim félögum og kannski er Seagal karlinn bara með í því. Mér hefur samt oft fundist á viðtölum að Seagal trúi sjálfur bullinu í sér og það væri ekki í fyrsta skipti sem maður sér slíkt. En nóg um þetta. Nenni ekki að ræða þetta mál meira. Menn verða auðvitað að trúa því sem þeim finnst réttast ;)