Bæði félögin hafa yfir að ráða frábærri aðstöðu, dúndur kennurum og stórum iðkendahóp. Mér skilst að Combat Gym séu með ca. 100 meðlimi þessa dagana og Mjölnir um 300.
Ég hef ekki komið í Combat Gym en get persónulega vottað fyrir það að Árni og Arnar Freyr eru báðir drengir góðir og frábærir glimukappar. Það sama gildir um Gunna og James í Mjölni. Veltur einna helst á hvernig þú fílar kennslustíl viðkomandi, sem engin leið er að leggja mat á nema þú farir og prófir sjálfur.
Einna helst er munurinn kannski í áherslum - Mjölnir er með mjög sterkt BJJ prógramm og hefur verið að breiða úr sér útfrá þeim kjarna, á meðan Combat Gym býður upp á ýmislegt annað, eins og t.d Taekwondo og hefur yfir að ráða þaulreyndum þjálfara með keppnisreynslu í Muay Thai og wrestling. Á móti kemur nýtilkomið samstarf Mjölnis og Hnefaleikafélags Reykjavíkur, sem á bara eftir að styrkja klúbbinn.
Í rauninni snýst þetta val þitt bara um tvennt: á hvað þig langar að leggja áherslu, og hvernig þú fílar kennarana og stemninguna í viðkomandi félagi. Og þú kemst ekki að því nema þú skottists og prufir. Efast um að það kippi sér neinn upp við það í Mjölni að þú skipti þó ekki væri nema tímabundið, enda er frelsi iðkenda til að æfa hvar og hvenær sem þeim sýnist án þess að þeir séu eitthvað látnir gjalda þess eitt af lykilboðorðum Straight Blast Gym á heimsvísu.