Það er kannski vert að taka fram að það er mikil vinna framundan í þessum málum. Ákveðnir hlutir setja okkur skorður, eins og t.d. dómaraskortur. Við erum að keyra á örfáum góðum mönnum sem dæma stundum 4-5 tíma samfleytt á einu móti. Það þarf því að fjölga dómurum áður en mótum er fjölgað. Eins er með sjálfboðaliða og annan kostnað við svona mót.
Þannig að við erum að tala um að á þessu ári bætist kannski við eitt eða tvö mót til viðbótar, ekki meira. Svo mun þetta vonandi vinda upp á sig eftir því sem hreyfingin stækkar, mót í hverjum mánuði kannski :)