Þegar Dave Meltzer er farinn að skrifa um þetta, þá er einhver fótur fyrir kjaftasögunum.
S.s ekkert skrítið að Brock sé í fýlu við Dana White ef að það er tilboð á borðinu upp á 2-3 millur frá WWE fyrir eitthvað “guest appearance” á næsta Wrestlemania, þar sem Lesnar þyrfti ekki einu sinni að fjölbragðaglímast heldur bara leika eitthvað gestahlutverk. Ég væri líka fúll ef ég þyrfti að hafna slíkum pening fyrir létt og löðurmannlegt verk. En hann hefði átt að gera sér grein fyrir því áður en hann skrifaði undir samninginn sinn.
Einnig er ekkert skrítið að Brock sé ekkert svakalega spenntur fyrir því að taka fleiri MMA bardaga. Maðurinn virðist vera verulega illa við að vera ekki “mestur og bestur” í hugum fólks og það hlýtur að hafa sviðið all svakalega að hafa þurft að ganga boginn og beygður út eftir bardagann gegn Cain. Ekki tekur svo betra við því að það eru engir beinlínis auðveldir bardagar til að ná beltinu aftur…Annaðhvort Cain aftur, eða Dos Santos, báðir menn sem munu alltaf verða favorites í mínum huga gegn Brock.