UFC gæti hæglega sett slíkt show á svið. Eina sem þú þarft að gera er að matcha tíu menn upp þannig að annar sé klárlega mun betri en hinn, þ.e að búa til algeran mismatch.
Það spáðu því allir fyrirfram að Strikeforce showið yrði troðfullt af rothöggum, því hvað annað gerist þegar þú setur t.d chinny wrestler með nánast ekkert standup sem er fertugur í þokkabót eins og Matt Lindland á móti snöggri rotmaskínu eins og Robbie Lawler, eða la-la striker sem er með lélega vörn eins og Scott Smith á móti gaur með vangefið standup eins og Paul Daley.
UFC er sem betur fer ekki í þeim bisness að búa til mismatches, allavega ekki svona dags daglega og alls ekki í bardögum sem hafa einhverja meiningu þegar kemur að titlum.
Samkeppnishæfir bardagar eru oftar “leiðinlegri” en þeir sem eru ekki samkeppnishæfir þar sem báðir aðilar kunna að verja sig að það miklu leyti að enginn stoppar hinn. En sannir MMA aðdáendur skilja það og líta á það sem kost, ekki galla.