Þú þarft ekkert að afsaka það að spyrja að þessu. Þetta eru fullkomlega eðlilegar vangaveltur og þessi spurning kemur alltaf upp öðru hverju. Við henni er hins vegar ekkert eitt svar. Þetta er gríðarlega persónubundið og fer einfaldlega eftir því hversu langan tíma að tekur hvern og einn að verða góður ;) Inní það spila svo auðvitað margir þættir. Ég hef t.d. heyrt því fleygt að með góðri ástundun og iðkun sé algengt að það taki 8-12 ár að ná svörtu belti í BJJ. Aðrir eru lengur og sumir skemur. Gunnar var t.d. rúm 3 ár í svarta beltið sem þykir mjög stuttur tími. Sérstaklega hjá þeim klúbbum sem hann fór í gegnum með sín belti, þ.e. Renzo og SBG, og margir hafa sagt að hann hafi verið kominn á svartbelta stig mun fyrr.
En tíminn eða liturinn á beltinu skiptir ekki öllu máli, heldur að þú njótir æfinganna og sportsins. Eða svo vitnað sé í fræga setningu Royce Gracie: “A belt only covers two inches of your ass. You have to cover the rest.”
Bætt við 24. nóvember 2010 - 19:09 Já, og ef þú lest ensku þá er hér nokkuð löng en góð lesning um þetta mál:
http://aliveness101.blogspot.com/2006/03/about-belts.html