Það er góður punktur.
Ef ég skil stigagjöfina í UFC rétt, þá eru ekki gefin ákveðið mörg stig fyrir ákveðin atriði (eins t.d. take down gefur svona mörg stig, spark í haus svona mörg og þannig), heldur fær sá sem er talinn dómínera eða vinna lotuna alltaf 10 stig (óháð því hversu mörg takedown, mörg högg eða margar hættulegar submission tilraunir og þannig) og hinn fær 9 eða færri eftir því hvernig hann stóð sig.
Ef að takedown er veiga mikill þáttur í því hvernig keppandi fór að því að dómínera lotuna þá er sjálfsagt að sjálfsögðu teka það með í reikninginn.
Þannig að ef einhver kemst ofan á í full guard eftir takedown og nær fullt af höggum á andstæðinginn úr þeirri stöðu, þá spilaði takedownið stóran hluta af því að hann nær að dómímera lotuna (og auðvitað höggin líka).
Ef að hann nær ekki að spila almennilega úr stöðunni, þá hjálpar þetta takedown honum lítið.
Mér finnst allavega í fínu lagi að taka takedown með í reikninginn en mér finnst líka skipta mála hvaða áhrif það hafði á lotuna.