Ah… Alltaf gott að vera ‘open minded’ félagi; þó vitanlega sé það eðlilegt að leyfa sér einhverjar efasemdir. Þá sérstaklega þar sem hálf-undarlegar aðferðir Systema og Bujinkan Ninjutsu liggja fyrir…;-)
…En – já – við stundum gólfglímu (þó ég viti nú ekki alveg hvaða megin áherslur liggja fyrir í Grímni þessa dagana), en ég tel okkur ekki færa til þess að keppa í því sérstaklega; þá allra helst vegna þess að:
a) Við einblínum á undankomu frekar en að vinna (a lá ‘submission’) og þar sem ekki eru gefin mörg stig í því; þá efast ég um að ég – svona persónulega – kæmist eitthvað nálægt sigurpallinum þar.
b) Við nýtum alla möguleika til ‘sigurs’; þ.á.m. að bíta, rífa, slíta, öskra í eyru osfv… Ó já, og vopn líka; að mér spurðum, einn meginn galli BJJ þar sem andstæðingur er oftar en ekki svo illa ‘dekkaður’ að hann kemst auðveldlega í eigin vasa og vopn. Hef séð nóg af gólfglímum enda á þann veginn að einn er skorinn eyrna á milli, en það er vitanlega ‘allt í gabbi’ eins og allt annað sem við gerum…;-)
c) Við gætum alveg eins spurt okkur af hverju við keppum ekki í Muay Thai þar sem við notumst við spörk og olnboga; nú eða ‘baseball’ þar sem við notumst við kylfur og prik…
Að því utanskyldu; þá finnst mér keppni skemmtileg og aldrei að vita nema einhver Bujinkan meðlimurinn leyfi sér þann litla leik að vera með í ‘Mjölnir Open’ og vonandi mun hann/hún skemmta sér vel og eignast marga góða vini gegnum það. Þá yrði ég ánægður…:-)
…Og – svona í lokin – varðandi ‘virkni’; þá tel ég þetta alltsaman duga vel til síns brúks. Sannanir gefast alltaf á endanum ef þeirra er leitað, en að prufukeyra þetta í dójó eða sal og leitast við að fullvissa aðra um notagildi út frá því; þá fyllist ég efasemdum, sama hvaða aðferðir eru nýttar.
Kv,
D/N