Gott kort.
Hamill með geðveikt wrestling og flottur kappi. Fíla að sjá fólk outwrestla og lumbra á Tito, enda finnst mér hann leiðinlegur.
Gonzaga var ekki með þetta, var útboxaður í 3 lotur áður en hann ákvað að reyna smá jits, tók bakið á gæjanum á síðustu 2 sek en bara allotf seint.
Diego Sanchez kominn aftur, drullusprækur og hress að vanda. Fílaði þennan bardaga hjá honum og Paulo Thiago í tætlur. Geðveikt takedown :D
Var frekar pirraður á Martin Kampmann að reyna ekki að GNP Shields meira í 3. lotu í staðinn fyrir að reyna að chokea hann allan bardagann. Sá bardagi var 99% grappling, og ekkert að því en hefði viljað sjá Kampmann kýla útúrgasaðann Strikeforce champion þegar hann hafði séns á því.
Cain er frábær og ég var mjög kátur að sjá hann gera “the baddest man on the planet” að tíkinni sinni. Virkilega ánægður að sjá tröllið sent heim með skottið á milli lappanna.
En það sem stóð uppúr eftir UFC 121 og það sem enginn er búinn að ræða hér er að sjá kónginn sjálfann, big John McCarthy segja “lets get it on!” í octagoninum á ný, það gladdi litla hjarta mitt.
Fólk er fífl…allt saman. Ekki taka mark á því.