Jose Aldo, hvað er hægt að segja um þennan mann, vann titilin með að stúta Mike Brown og svo vita nú allir hvernig hann fór með wec poster-boyið Urijah Faber í hans heimabæ. Held að hann eigi nú bara eftir að afgreiða Gamburyan hægt og örugglega, en sá rotaði fyrrnefndan Mike Brown í sínum síðasta bardaga.
Donald Cerrone vs Jamie Varner hér er skemmtilegur grudge match á ferð en WEC þurftu aðeins að skikka leikinn til í síðustu viku eftir að Cerrone sagði í útvarpsþætti að hann ætlaði að drepa Varner, en þetta hófst allt saman eftir fyrri bardaga þeirra þarsem Cerrone tók ólöglegt spark í 5tu lotu titilbardaga þeirra og Varner hætti og var dómaraúrskurðurinn Varner í hag. Held að Cerrone eigi eftir að afgreiða Varner nokkuð auðveldlega.
Fleirri skemmtilegir eru á cardinu og þar má helst nefna fyrrverandi bantamweight kónginn Miguel Torres sem reynir að komast aftur á beinu brautina eftir tvo ósigra í röð.
Mike Brown er einnig á kortinu, en menn telja að ástæðan fyrir þessu slaka gengi hans séu einhver persónuleg vandamál sem áhrif hafa haft á æfingabúðir hans o.s.frv.
Svo er líka talsverð eftirvænting hjá fólki að sjá Tie Quan Zhang berjast, en þarna er á ferð kínverji sem er 11-0 sem er að berjast í fyrsta skipti í WEC á Fimmtudaginn.
Hvað segjiði? :D
Svo læt ég fylgja með símaupptöku frá inngöngu Faber & Aldo í búrið, http://www.youtube.com/watch?v=1e6gTR1kalg hversu svalt er að koma þarna í heimabæ Faber, spila Run this Town og berja hann svo einsog harðfisk? :D
trausti