Íslandsmótið í Kjorúgí
Laugardaginn 13. apríl n.k.
Mótið hefst kl. 10.00
Vigtun föstudaginn 12. apríl kl. 18.00-20.00 í Fjölnishúsinu.
(karlar, 200g vikmörk, konur 500g vikmörk,
allt umfram það dæmir keppanda sjálfkrafa úr leik.)
Flokkar:
Junior 1: 12-14 ára, opinn beltaflokkur, 3 jafnir þyngdarflokkar*.
(karla- og kvennaflokkar ef þátttaka er nægjanleg)
Unglingar: 15-17 ára, blátt belti og niður, rauð rönd og upp, 2 jafnir þyngdarflokkar*. (karla- og kvennaflokkar ef þátttaka er nægjanleg)
Kvennaflokkur: blátt belti og niður, rauð rönd og upp, tveir jafnir þyngdarflokkar*.
Karlaflokkur 1-4: Blátt belti og niður, Ólympískir flokkar
(-58 kg, -68 kg, -80 kg og +80 kg)
Karlaflokkur 5-8: Rauð rönd og upp, Ólympískir flokkar
(-58 kg, -68 kg, -80 kg og +80 kg)
*Þessir flokkar munu líklega breytast eftir þátttöku.
Félögin eru hvött til að senda dómara með keppendum
sínum auk þess sem fyrirliði liðs skal tilgreindur í skráningu.
Engar skráningar eftir föstudaginn 5. apríl verða teknar inn.
Keppnisgjald 2.000 kr
Keppnisgjald verður 4.000 kr eftir 5. apríl.
Reglur verða samkvæmt “gömlu reglunum” þ.e. eitt stig fyrir hverja árás o.s.fr. M.ö.o. sömu reglur og á seinustu mótum.
fyrir hönd mótstjórnar
SeungSang