Mér finnst frekar kjánalegt að benda á að þessi trix komi að takmörkuðu gagni í MMA.
Það er alveg jafn kjánalegt að benda á að þessi spörk komi að takmörkuðu gagni í knattspyrnu.
Þessi gaur er hvorki að æfa MMA né knattspyrnu (allavega af þessu myndbandi að dæma, en það getur svo sem vel verið að hann æfi það líka, ég veit ekkert um það), og því sé ég ekki hvað það kemur málinu við að þessi trix gagnast lítið í knattspyrnu og MMA.
James Toney virtist trúa því að hann væri ósigrandi með hnefaleika hæfnina sína.
Það eru ekki allir eins og James Toney að því leiti.
Ég held að flestir sem æfa ekki MMA geri sér alveg grein fyrir því að þeir þurfi að æfa MMA til að vera góðir í MMA, og að James Toney hafi tilheyrt minnihlutanum sem gerir sér ekki grein fyrir því.
Það virðist vera frekar algengt viðhorf að halda að allir sem æfi bardagalistir séu að æfa bardaga listir á sömu forsendum (læra hagnýta sjálfsvörn eða verða góður fighter eða eitthvað í þá áttina). Það er samt ekkert þannig.
Sumir æfa hoppspörk, einfaldlega vegma þess að þeim finnst gaman að æfa hopp spörk, en ekki vegna þess að þeir halda að þeir geti hagnýtt þau í sjálfsvarnaraðstæðum eða í MMA viðureign.
Það er þó líka alveg fullt af liði sem æfa tkd eða hefðbundið karate og allskonar bardagaleikfimi sem halda að stíllinn sinn sé lang bestur og rosalega hagnýtur, alveg eins og James Toney hélt að hnefaleikar væri nóg fyrir sig. Það er alveg meira en nóg til af þannig liði.
Ég held að það sé samt óþarfi að gera í byrjun ráð fyrir því að fólk sé í sama hópi og James Toney var.