Ég held að allir sem hafa séð nokkrar bardagalistamyndir, hafi séð atriði þar sem aðalhetjan eða lítill aðalhetjuhópur nær að sigra alveg viðbjóðslega marga gaura í einum bardaga. Jafnvel fullt dojo af svartbeltingum sem eru allir búnir að æfa í mörg ár eða eitthvað þannig.
Það hlýtur að vekja grunsemdir um að sumir bardagastílar hreinlega leggja allt of litla áherslu á að æfa hvernig maður berst í stórum hóp til að vinna á bug á fáum eða einum ógeðslega fimum og færum kappa.
Vitið þið hvort að það sé einhver bardagalistastíll sem hentar sérstaklega vel umfram aðra stíla, fyrir gengi sem þurfa að vinna bug á til að mynda Tony Jaa eða Umu Thurman vopnaðri sverði eða Sonny Chiba eða Bruce Lee?