Af því að hann nennir ekki að æfa eins og þarf að æfa til að vera UFC meistari. Hann montaði sig meira að segja af því að hafa æft minna fyrir þennan bardaga en fyrri BJ bardagann, og það er ekki í fyrsta skiptið sem að BJ hefur stært sig af því að vera svo mikill “natural” að hann þurfi ekki að púla eins og aðrir.
Alger prímadonna sem að velur eintóma já-menn til að vera í kringum sig. Ekki séns að hann fengist til þess að vera þjálfaður af alvöru þrælapískara eins og t.d Greg Jackson sem myndi neyða hann til þess að æfa með mönnum sem væru á hans leveli, og jafnvel mun stærri en hann, til þess að virkilega koma honum upp á hærra plan.
GSP sparrar reglulega við menn sem eru inn á topp 10 lista í 1-2 þyngdarflokkum hærri en hann, og það sést þegar hann slæst. BJ myndi aldrei nenna því, sérstaklega ekki þegar það er hægt að fara á ströndina og chilla með jónu eða eitthvað…
Svona gerist oft þegar hlutirnir nánast hoppa upp í hendurnar á mönnum hæfileikalega séð, þeir kunna ekki að meta það sem þeir hafa og vinna til að viðhalda því.
Bætt við 7. september 2010 - 13:16
Já og ég meinti “minna fyrir þenna bardaga en fyrri EDGAR bardagann” auðvitað…