Fyrst ætla ég að segja að ég elska Matt Hughes. Hver bjóst við að þetta myndi gerast? Ég held að enginn hafi gert það. Hann er ekkert að fara taka titilinn aftur af GSP, en ég held að hann eigi smá fight eftir í sér, og ég vona að hann geti átt nokkra góða bardaga.
En með Anderson og Sonnen, ég veit ekki hvað ég á að segja. Mér hefur líkað vel við Anderson, þangað til nýlega, sérstaklega með Maia bardagann, þar sem hann var bara eins og algjör drjóli(sem hann í rauninni er). Líka þá þoldi ég ekki Sonnen, fannst yndislegt þegar Maia hengdi hann, en eftir að sjá hann taka Marquardt svona illilega þá fór ég að líka betur við hann. Ég hélt að Marquardt myndi rúlla yfir hann.
Síðan var þessi bardagi, þar sem hann trashtalkaði meira en örugglega nokkurn tímann hefur verið gert, og ég hélt að það myndi taka Silva svona 1-2 lotur að rota hann eða submitta hann. Síðan stendur Sonnen við öll orð sín síðustu mánuði, tekur hann niður og lemur hann í fjóra og hálfa lotu. Ég verð eiginlega að segja, að jafnvel þótt ég sé jiu jitsu/judo maður, og mér finnst fátt betra en að sjá menn hengja og læsa andstæðinginn, þá finnst mér Sonnen hafa farið með meira í burtu eftir þennan bardaga. Jafnvel þótt hann hafi tapað, þá var þetta ekkert “fluke” eins og GSP og Serra 1. Hann gæti vel gert þetta aftur.
Mér finnst ekki að sá sem á að vera pound for pound sá besti í heimi ætti að vera outclassed í fjóra og hálfa lotu.
En í fyrstu lotunni, vankaði Sonnen Silva virkilega, eða rann hann bara eða var bara eitthvað að fíflast? Hvað haldið þið?
Og Sonnen að “sweepa” Silva í jörðinni með hálfgerðum suplex var besta móment bardagans. Plús þegar hann var að slá hann í eyrun Sakuraba style.