Bardagi sem stefnt er á að hafa í nóvember og báðir aðilar hafa staðfest.
En hvernig leggst sá bardagi í hugara?
Persónulega tel ég að Lyoto ætti að taka þennan, vegna þess að hann hefur fullkominn stíl til að lokka inn Rampage, pirra hann með hröðum spörkum og góðri fótavinnu og vinna þetta örugglega á stigum, ef hann nær ekki að klára bardagann sem ég efast þó um. Ég held að spurningin sé hvernig Lyoto takist á við fyrsta tapið og fyrsta rothöggið sem hann fær á sig á ferlinum og það að missa titilinn, allt í sama bardaganum. Það hlýtur að leggjast illa í mann.
Rampage hefur gott box og er góður wrestler, ef einhver er ósammála bið ég hann um að horfa á UFC 75 þar sem hann tók Henderson á wrestling. Hann er fáranlega öflugur og getur alltaf klárað bardagann í einu höggi. Hann er einnig með kjálka úr járni og í þau fáu skipti sem hann hefur verið rotaður tók mikið til.
Fyrir mig er þetta bardagi sem Lyoto ætti að vinna og ég held að hugarástand hafi mikið með útkomuna að gera, ekki bara hjá Machida heldur ætti Rampage að vera orðinn fáranlega pirraður eftir frekar lélegt tap á móti Rashad að mínu mati.