Já, þetta er fræg Guillotine henging Dan Miller á Dave Phillips í IFL árið 2007. Miller var þá í liði Renzo Gracie New York Pitbulls en Phillips var í Tokyo Sabres. Bas Rutten lýsti bardaganum og ætlaði alveg að missa sig yfir þessu. Sagði þetta svakalegasta Guillotine sem hann hefði séð (ekki skrítið). En ég held að Phillips hafi ekki orðið alvarlega meint af þessu. Hann hefur allavega keppt síðan.
Þetta var stór sigur fyrir Dan Miller sem var á þessum tíma að mig minnir fjólublátt eða brúnt belti í BJJ en Phillips var og er svart belti í BJJ undir Pedro Sauer. Auk þess kom Miller inn í þennan bardaga sem staðgengill fyrir Fabio Leopaldo sem var meiddur. Þess má geta að Miller fékk svart belti í BJJ á þessu ári undir Jamie Cruz sem er einmitt svart belti undir Renzo Gracie.