Nei, ég held að það sé best að keppa ekki í léttviktinni ef þú ert í kringum TVEIR METRAR á hæð.
Þessi gaur hefur örugglega skorið sig ALLT of mikið niður. Þegar þú gerir það þá veldur vökvatapið því að að heilinn á þér er ekki nándar nærri því eins vel varinn og venjulega, þar sem hann flýtur í geli sem passar upp á dempa höfuðhögg svo að heilinn dúndrist ekki bara út í hauskúpu með tilheyrandi mari og veseni.
Vissulega er ávallt hættulegt að einhverju leyti að taka þátt í iþrótt þar sem þú getur fengið höfuðhögg. Reynslan sýnir að undir réttum kringumstæðum þá getur eitt högg drepið, sbr. Scott Ramsay málið og annað svipað mál sem kom upp á Íslandi sama ár. En þú getur alveg eins látist úr samstuði í fótbolta eða handbolta.
En enginn sem ekki er sáttur við að það er brotabrot úr prósenti hætta á lífláti í MMA ætti að taka þátt í því sporti, og slíkt hið sama gildir um Box Judo, BJJ, o.s.frv, o.s.frv…