Ég er svosum sammála því að fólk mætti aðeins kynna sér sumar staðreyndir betur áður en farið er að tala um ýmsa hluti hérna, en þá er ég ekki að meina um álitamál, eins og hvað er besta bardagaíþróttin og þar fram eftir götunum, hver og einn hlýtur að hafa sína skoðun á því og hafa rétt á henni.
Annars er Jimmy kennari sem hefur verið að kenna hérna í þó nokkur ár, held það sé farið að nálgast 6-8 ár, ég alla vega man eftir honum fyrir 4 árum síðan og þá var hann búinn að vera í nokkur ár. Annars kenndi hann upphaflega Kickbox í Gym80 og fleiri stöðum, en endaði með að opna sinn eigin stað fyrir 1,5-2 árum síðan þar sem hann kennir fleiri íþróttir (Kickbox, Muay Thai og Kung Fu). Hann kenndi alltaf kung fu af og til fyrir þá sem höfðu áhuga áður en hann opnaði skólann veit ég, þannig þetta er ekkert sem hann ákvað bara að kunna eins og manni hefur fundist sumir vera að ýja að.
Annars er hægt að deila endalaust um hvaða bardagaíþrótt er best og þar fram eftir götunum, allir munu verja sína eigin íþrótt af miklum móð, þannig það er svona frekar tilgangslaust.